Starf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins er nú auglýst til umsóknar. Um er að ræða spennandi starf fyrir aðila með góða menntun og reynslu og brennandi áhuga á skipulagsmálum.
Starf svæðisskipulagsstjóra heyrir undir framkvæmdastjóra SSH og starfar viðkomandi með svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og sér um framgang og úrvinnslu mála sem tengajst svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Þá sinnir svæðisskipulagsstjóri fjölbreyttum verkefnum sem tengjast samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Upplýsingar um starfssvið og hæfniskröfur má finna undir laus störf á vefsíðu SSH
Umsækjendur eru vinsamlegast beðinir um að sækja um starfið með því að senda kynningarbréf og ítarlega starfsferilsskrá á netfangið
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri SSH, Páll Björgvin Guðmundsson í síma 821-8179 eða í gegnum tölvupóst á netfangið
Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember 2020.








