
Viltu gera höfuðborgarsvæðið að eftirsóknarverðum áfangastað?
Markaðs- og áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf framkvæmdastjóra. Hér er um að ræða nýtt og spennandi starf sem felur m.a. í sér að móta nýja starfsemi á heimsmælikvarða. Leitað er að drífandi og skipulögðum leiðtoga sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni og skapandi hugsun.
Markaðs- og áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins er ný sjálfseignarstofnun sem sett er á fót í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri stofunnar og vinnur í nánu samstarfi við stjórn, ferðaþjónustuaðila, sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og önnur stjórnvöld auk annarra hagsmunaaðila að þvi að efla vitund og þekkingu um svæðið og það sem það hefur upp á að bjóða.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á stjórnun og daglegum rekstri
- Samskipti og samstarf við stjórnvöld og hagsmunaaðila
- Umsjón og eftirfylgni með ferðamálaþingi og öðrum fundum, kynningum og ráðstefnum
- Mótun, innleiðing og eftirfylgni með starfs- og fjárhagsáætlun
- Mótun, innleiðing og eftirfylgni áfangastaðaáætlunar
- Umsjón með markaðssetningu og kynningu svæðisins
- Stefnumótun, vöruþróun og nýsköpun í samstarfi við ferðaþjónustuna
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er æskileg
- Reynsla og þekking á stjórnun, verkefnastjórnun og gagnagreiningu
- Reynsla og þekking á stefnumótun og áætlanagerð
- Reynsla og þekking á markaðsmálum
- Góð þekking á höfuðborgarsvæðinu og ferðaþjónustu
- Góð samskiptahæfni og skipulögð vinnubrögð
- Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku
- Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Allar umsóknir eru trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt (








